Tuesday, March 4, 2014

Mikil aukning í framboði hefur leitt til lækkandi verðs og nemur verðlækkun á afurðunum á síðasta ár


Mikil aukning í þorskafla Norðmanna hefur leitt til vaxandi útflutnings á óunnum, hausuðum og slægðum fiski. Þorskafli þeirra varð 462.000 tonn á síðasta ári og á fyrstu þremur vikum þessa árs er aflinn þegar orðinn tæplega 32.000 tonn. Þetta kemur fram í skýrslu Marko partners ,Seafood Intelligence Report, fyrir útflutning á þorski frá Noregi.
Mikil aukning í framboði hefur leitt til lækkandi verðs og nemur verðlækkun á afurðunum á síðasta ári að meðaltali 19,1%. Magnið jókst hins vegar um 18,2%. Helstu markaðirnir eru Portúgal, Danmörk og Kína með samtals 55,4% hlutdeild. Portúgalir kaupa aðallega þurrkaðan og blautverkaðan saltfisk frá Noregi, Danirnir kaupa mest af ferskum, hausuðum og slægðum þorski og til Kína fer frystur hausaður og slægður þorskur. Útflutningur á ferskum h/s þorski jókst um 65% á síðasta ári og var aukningin coagra mest til Danmerkur. Sala á frystum h/s þorski jókst um 73% og af honum fór bróðurparturinn til Kína. Samtals er hausaður og slægður þorskur 38,9% alls útflutnings á þorskafurðum á síðasta ári. Mikil aukning hefur orðið á útflutningi á þorski frá Noregi til Póllands. Samtals fóru þangað á síðasta ári 18.000 tonn, sem er aukning um 119%. Meðalverð (FOB) á kíló á síðasta ári fyrir helstu afurðaflokka voru 4,78 evrur, 753 krónur, fyrir þurrkaðan saltfisk, 1,95 evrur, 307 krónur, fyrir heilfrystan þorsk, 2,41 evra, 380 krónur, fyrir hausaðan og slægðan ferskan þorsk og 3,21 evra, 505 krónur, fyrir blautverkaðan flattan saltfisk. Þrátt fyrir þorskafla í sögulegu hámarki flytja Norðmenn inn nokkuð af þorski. Sá innflutningur nam 23.521 tonni á síðasta ári og komu 77% heildarinnar frá Rússlandi og Kína. Frá Rússlandi kaupa Norðmenn heilfrystan hausaðan og slægðan þorsk og fryst flök frá Kína. Magnið á síðasta ári dróst saman um 41,1% miðað við árið 2012 og verðið lækkaði um 15,4%. Samdrátturinn í innflutningi er að mestu leyti í kaupum á heilfrystum þorski af Rússum. Í fyrra var sá innflutningur tæp 10.686 tonn umreiknað í fisk upp úr sjó, en 24.800 tonn árið 2013. Verð (CIF) að meðaltali á kíló var 1,72 evrur, 271 króna, fyrir heilfrystan þorsk og 4,79 evrur, 754 krónur, fyrir fryst flök. Á meðfylgjandi línuriti má sjá þorskaflann uppsafnað eftir mánuðum og verð upp úr sjó í evrum, en í Noregi er í gildi lágmarksverð, sem ákveðið er af samtökum útgerðarmanna og sjómanna, náist ekki samkomulag milli þeirra og fiskvinnslunnar.
Close Username Password Login Lost Password

No comments:

Post a Comment